Matsáætlun Lindaskóla 2019-2023

Matsteymi Lindaskóla hefur lokið við matsáætlun vegna innra mats fyrir skólaárin 2019-2023.

Matsáætluninni er skipt upp í sex meginkafla. Á eftir inngangsorðum er umfjöllun um Lindaskóla þar sem gerð er grein fyrir sögu hans og gerð. Því næst er fjallað almennt um mat á skólastarfi, tilgangi þess og aðferðum. Í þriðja kaflanum er fjallað um innra mat Lindaskóla, þau viðfangsefni sem eru metin, hvernig gagnaöflun fer fram, viðmið um árangur og umbótavinnu. Að lokum er gerð grein fyrir matsáætlun Lindaskóla fyrir skólaárin 2019 – 2023. Annars vegar áætlun þar sem viðfangsefni matsins eru tilgreind og hins vegar áætlun með tímaskipulagi fyrir hvern mánuð ársins.

Í matsteymi skólans sitja fulltrúar starfsmanna, nemenda og foreldra. Á þessu skólaári voru eftirfarandi fulltrúar í teyminu:

Auðbjörg Njálsdóttir umsjónarkennari á yngsta stigi,  Fjóla Borg Svavarsdóttir kennari í upplýsingatækni, Guðríður Ólafsdóttir kennari á yngsta stigi og miðstigi, Hilmar Björgvinsson aðstoðarskólastjóri og deildarstjóri yngsta stigs, Katrín Einarsdóttir fulltrúi nemenda, Margrét Sigríður Hjálmarsdóttir fulltrúi foreldra og Sigríður Dóra Gísladóttir umsjónarkennari á unglingastigi.

Á heimasíðunni undir flipanum Skólinn er síða sem heitir Mat á skólastarfi. Þar má finna matsáætlunina, niðurstöður matskannana og matsskýrslur.

Posted in Fréttaflokkur.