Uppskriftahorn Lindaskóla

Nýjasta viðbótin við fjarkennslusíðu Lindaskóla er uppskriftahorn frá Erlu heimilisfræðikennara. Þar má finna uppskriftir flokkaðar niður fyrir hvern árgang fyrir sig og tilvalið er að velja eina uppskrift á viku og prófa heima. Auk uppskrifta má finna síðu með upplýsingum um áhöld og annan fróðleik varðandi heilsu og næringarfræði. Góða skemmtun, gangi ykkur vel, munið að þvo hendur og halda gleðinni í eldamennskunni.
Hér má nánlgast uppskriftninar á fjarkennsluvef Lindaskóla >>>

Posted in Fréttaflokkur.