Öskudagurinn 2020 – skertur dagur hjá 1.-7.b

Miðvikudaginn 26. febrúar er öskudagurinn og þá ætlum við í Lindaskóla að bregða á leik í tilefni dagsins.  Við hvetjum alla nemendur til að koma í grímubúningum og það verður spennandi að sjá hvaða persónur eða furðuverur mæta í skólann þennan dag.  Ef vopn fylgja búningum eru nemendur beðnir um að geyma þau heima. Stefnt er á skíðaferð hjá nemendum í 8. -10. bekk. Ef ekki viðrar til þess verður hefðbundinn skóladagur hjá þeim.

Dagskrá og skipulag hjá nemendum 1. – 7. bekkjar: Mæting á milli kl. 8:20-8:50. Skólinn opnar á hefðbundnum tíma en nemendum er velkomið að mæta aðeins seinna til að klæða sig upp og mála. Allir þurfa að vera komnir kl. 8:50 í sína kennslustofu.  Skóladegi lýkur hjá nemendum að lokinni dagskrá og matartíma um kl. 12:10.  Frístund verður opin fyrir þá sem þar eru skráðir og tekið verður á móti þeim strax að loknum matartíma.

Í stað hefðbundinnar stundatöflu hjá 1. – 7. bekk verður boðið upp á hinar ýmsu stöðvar sem nemendur geta valið eftir áhuga. Þær eru:

 • Draugahús
 • Draugasaga
 • Keppnisþrautir
 • Öskupokagerð
 • Vinabönd
 • Ljósmyndastöð
 • Lita, klippa, popp
 • Andlitsmálun
 • Bíóstöð
 • Bingóstöð
 • Limbó
 • Borðtennis og fótboltaspil

Einnig verður spákona á svæðinu. Þegar stöðvavinnu lýkur verður öskudagsball í íþróttasal. Hér má sjá skipulag dagsins.

Posted in Fréttaflokkur.