Notendahandbók fyrir Mentor-persónuverndarstillingar

Gefin hefur verið út ný notendahandbók fyrir Mentor sem er fyrir aðstandendur og nemendur. Sjá hér. Þar kemur m.a. fram að það sé mikilvægt fyrir foreldra að fara yfir stillingar sínar, undir stillingar og persónuvernd. Þar geta foreldrar ákveðið hvaða upplýsingar eiga að vera sýnilegar fyrir aðra aðstandendur á tengiliðalista.

Ef nafn aðstandenda er ekki haft sýnilegt á bekkjarlistanum er EKKI hægt að senda viðkomandi póst í gegnum tengiliðalistann í Minn Mentor t.d. ef foreldrar senda út afmælisiboð.

Foreldrar eru hvattir til að lesa handbókina vel og vandlega.

Í handbókinni stendur orðrétt:

Þegar þú hefur skráð þig inn er mikilvægt að þú farir yfir stillingar þínar undir stillingar og persónuvernd. Til að gera það smellir þú á nafnið þitt í hægra horninu og velur persónuvernd en ef þú ert skráður inn með appinu þarf að smella á punktana þrjá í hægra horninu. Þar getur þú stillt hvaða upplýsingar þú vilt að séu sýnilegar fyrir aðra aðstandendur á tengiliðalista. 

Eldri notendur í kerfinu eru með flestar stillingar opnar en nýir notendur þurfa að stilla þetta sjálfir vegna persónuverndarlaganna sem tóku gildi  2018. Aðstandandi velur þá möguleika sem hann vill að birtist öðrum á tengiliðalista barnsins/barnanna. Það er gert með því að smella á reitina með tölunni 0 og þá breytist dálkurinn, verður fjólublár og sýnir töluna 1 og þar með eru upplýsingar sýnilegar öðrum. 

Ef nafn aðstandenda er ekki haft sýnilegt á bekkjarlistanum er EKKI hægt að senda viðkomandi póst í gegnum tengiliðalistann í Minn Mentor t.d. ef foreldrar senda út afmælisiboð. Netföng aðstandenda eru aldrei sýnilegt öðrum aðeins er möguleikinn að senda póst til staðar. 

Posted in Fréttaflokkur.