Foreldra- og nemendaviðtöl framundan

Foreldra- og nemendaviðtöl eru í Lindaskóla 10. – 14. febrúar nk. Viðtölin eru eftir kennslu kennara eins og undanfarin ár.  Umsjónarkennarar munu opna fyrir skráningu í viðtöl föstudaginn 31. janúar inni á mentor.is.  Lokað verður fyrir skráningu viðtala miðvikudaginn 5. febrúar hjá 1. – 7. bekk en áfram verður opið  fyrir skráningu fyrir foreldra barna í 8. og 9. bekk.  Foreldraviðtölin í 10. bekk verða með öðru sniði og verða foreldrar boðaðir sérstaklega í þau viðtöl þar sem umsjónarkennari og námsráðgjafi verða saman með þau viðtöl.

Í viðtölunum er farið yfir almenna námsframvindu sem og líðan nemandans í skólanum.  Foreldrar / forráðamenn eru hvattir til að kynna sér námsmatið hjá sínu barni inni á mentor.is.  Vitnisburðarblað verður ekki afhent í viðtölunum þar sem námsmatið skv. Aðalnámskrá grunnskóla er orðið með öðrum hætti og er í formi símats og birtast litir við ákveðin hæfniviðmið inni á mentor ef nemandinn hefur verið metinn út frá prófi eða verkefnaskilum.

Til útskýringar eru litirnir sem sýna/ lýsa hæfni nemandans:

Litirnir eru:

Blár =           Framúrskarandi hæfni

Grænn =      Hæfni náð

Fjólublár = Á góðri leið

Gulur =        Þarfnast þjálfunar

Rauður =     Hæfni ekki náð

Posted in Fréttaflokkur.