Í grunnskólalögum kemur fram að hver grunnskóli eigi að meta með kerfisbundnum hætti árangur og gæði skólastarfs með virkri þátttöku starfsmanna, nemenda og foreldra eftir því sem við á.
Markmið með mati á skólastarfi er að draga fram styrkleika og veikleika starfsins og setja fram áætlun um umbætur til að efla starfið enn frekar. Á heimasíðu skólans er að finna matsskýrslur vegna innra mats undanfarinna ára.
Matsskýrsla vegna skólaársins 2018-2019 er komin inn á heimasíðuna. Sjá hér. Þar er gerð grein fyrir þeirri umbótavinnu sem fór fram það skólaár og mat nemenda og foreldra á starfi skólans.
Mat nemenda á starfi skólans síðastliðinn vetur kom vel út í öllum þáttum fyrir utan ánægju nemenda af lestri. Foreldrakönnunin kom einnig ágætlega út en í nokkrum þáttum var skólinn undir landsmeðaltali og því ástæða til að bregðast við með umbótum.
Helstu styrkleikar skólastarfsins að mati nemenda eru: Þrautseigja í námi, ánægja af náttúrufræði, trú á eigin námsgetu, minna einelti, tíðni hreyfingar, samsömun við nemendahópinn, samband nemenda við kennara, agi í tímum og mikilvægi heimavinnu í náminu.
Helstu styrkleikar starfsins að mati foreldra eru m.a.: Meðaltími eineltis, ánægja með máltíðir í mötuneyti, væntingar foreldra um háskólanám, stjórnun skólans, hæfileg þyngd námsefnis, hve vel skólinn mætir þörfum nemenda, líðan nemenda í skólanum almennt, ánægja foreldra með úrvinnu eineltismála og úrvinnsluhraða mála og ánægja foreldra með eineltisáætlun skólans.
Helstu veikleikar starfsins að mati nemenda er: Ánægja af lestri.
Helstu veikleikar starfsins að mati foreldra eru: Áhrif foreldra á ákvarðanir varðandi nemendur, leitað eftir tillögum frá foreldrum og ábendingar teknar til greina, trú foreldra á eigin getu til að hjálpa barni sínum með námið og vilji nemenda til að leita eftir þátttöku foreldra í náminu.
Foreldrar eru hvattir til að kynna sér matsskýrslur Lindaskóla undir flipanum; Skólinn > Mat á skólastarfi hér fyrir ofan.
Matsteymi Lindaskóla