Skákæfingar í Lindaskóla og hjá Breiðablik

Mikill skákáhugi er meðal nemenda í Lindaskóla. Skákæfingar halda áfram í Lindaskóla á nýju ári hjá nemendum í 1.-7. bekk. Æfingarnar eru á eftirfarandi tímum:

  • Þriðjudaga kl. 14:10-15:50 fyrir nemendur í 5.-7. bekk
  • Föstudaga kl. 14:10-15:50 fyrir nemendur í 1.-4. bekk

Þeir nemendur sem voru fyrir áramót halda áfram að mæta núna á nýju ári. Ef það eru einhverjir nemendur sem vilja hætta á æfingum þarf að senda póst á hilmar@kopavogur.is

Nú verður opnað á nýskráningar ef það eru fleiri nemendur sem vilja koma á æfingar. Forráðamenn þurfa þá að skrá börnin sín hér. 

Skráningu lýkur 17. janúar.

Skákkennari skólans, Kristófer Gautason, vill vekja athygli á fríum prufuæfingum hjá Skákdeild Breiðabliks 6.-24. janúar. Allir velkomnir.
Boðið er uppá fjölbreytt úrval æfinga:

  • 2.-4. bekkur: kl. 16:35-17:35 á þriðjudögum, miðvikudögum og kl. 16:30-17:30 á föstudögum. Einnig eru æfingar uppí Kórahverfi klukkan 16:00-17:00 á þriðjudögum.
  • 1 . bekkur kl. 15:15-16:15 mánudaga og miðvikudaga.

Fyrir lengra komna eru framhaldshópur og afrekshópur.
Frekari flokka má finna hér.

Mætingar á þessar æfingar styrkir hópinn sem keppir fyrir hönd Lindaskóla á Íslandsmóti barnaskólasveita í febrúar og mars á þessu ári.

Posted in Fréttaflokkur.