Bækur mánaðarins janúar 2020 – sterkar stelpur

Unglingastig – er ekki allt í lagi með þig?  Unglingabók um vináttu, vinslit, foreldravandamál og að standa með sjálfum sér. Ragnheiður flytur í nýjan bæ og skóla og þekkir engan en hún er tilbúin að takast á við nýtt líf og gleyma eineltinu í gamla skólanum. Bókin fékk Íslensku barnabókaverðlaunin árið 2017.

Miðstig – Fíasól gefst aldrei upp.  Fíasól er tíu ára gamall reddari og meira en það. Hún er björgunarforingi í sinni eigin hjálparsveit. Hún á eina systur sem er sautján ára speglafræðingur og aðra sem er þrettán ára bókasjúklingur.  Fíasól er fjörug, úrræðagóð og sterk stelpa.

Yngsta stig – Þekkir þú Línu langsokk? Lína heitir fullu nafni Sigurlína Rúllugardína Nýlendína Krúsimunda Efraímsdóttir langsokkur og er sterkasta stelpa í heimi. Tommi og Anna trúa varla sínum eigin augum þegar þau sjá Línu þramma heim að Sjónarhóli í fyrsta sinn. Skemmtileg bók um stelpuna sem getur allt og engum hlýðir.

Solveig Gísladóttir, skólasafni Lindaskóla

Posted in Fréttaflokkur.