Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna  – innleiðing inn í Lindaskóla

Bæjarstjórn Kópavogs hefur samþykkt að innleiða Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun í stefnu Kópavogsbæjar. Kópavogur verður fyrsta sveitarfélag á Íslandi til þess að innleiða Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna með formlegum hætti.

Hér eru myndir frá kaffihúsafundi í Lindaskóla um innleiðingu heimsmarkmiðanna…

Stefna Kópavogsbæjar samanstendur af hlutverki, framtíðarsýn, gildum og yfirmarkmiðum sem eru fengin úr Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.

Hlutverk Kópavogsbæjar er að tryggja lífsgæði íbúanna með góðri og fjölbreyttri þjónustu. Grunnreglur bæjarfélagsins eru skýrar og miða að því að allir hafi tækifæri til áhrifa. Kópavogsbær leggur áherslu á gott mannlíf, skilvirkan og ábyrgan rekstur ásamt öflugu atvinnulífi.

Bæjarstjórn hefur sett 36 yfirmarkmið fyrir starfsemi sína sem eru hluti  af Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.

Heimsmarkmið 1 - Engin fátækt

Útrýma fátækt í allri sinni mynd alls staðar

Heimsmarkmið 3 - Heilsa og vellíðan

Stuðla að heilbrigðu lífi og vellíðan fyrir alla frá vöggu til grafar

Heimsmarkmið 4 - Menntun fyrir alla

Tryggja öllum jafnan aðgang að góðri menntun og tækifæri til náms alla ævi

Heimsmarkmið 5 - Jafnrétti kynjanna

Jafnrétti kynjanna verði tryggt og staða allra kvenna og stúlkna styrkt

Heimsmarkmið 6 - Hreint vatn og hreinlætisaðstaða

Tryggja aðgengi allra að hreinu vatni og sjálfbæra nýtingu þess svo og hreinlætisaðstöðu

Heimsmarkmið 8 - Góð atvinna og hagvöxtur

Stuðla að viðvarandi sjálfbærum hagvexti og arðbærum og mannsæmandi​​ atvinnutækifærum fyrir alla

Heimsmarkmið 9 - Nýsköpun og uppbygging

Byggja upp trausta innviði, stuðla að sjálfbærri iðnvæðingu og hlúa að nýsköpun

Heimsmarkmið 10 - Aukinn jöfnuður

Draga úr ójöfnuði í heiminum

Heimsmarkmið 11 - Sjálfbærar borgir og samfélög

Gera borgir og íbúðarsvæði örugg, sjálfbær og öllum aðgengileg

Heimsmarkmið 12 - Ábyrg neysla og framreiðsla

Tryggja sjálfbær neyslu- og framleiðslumynstur

Heimsmarkmið 13 - Aðgerðir í loftslagsmálum

Grípa til bráðra aðgerða gegn loftslagsbreytingum og áhrifum þeirra

Heimsmarkmið 14 - Líf í vatni

Vernda og nýta hafið og auðlindir þess á sjálfbæran hátt

Heimsmarkmið 15 - Líf á landi

Vernda og endurheimta vistkerfi á landi og stuðla að sjálfbærri nýtingu þeirra, vinna að sjálfbærri stjórn skóga, berjast gegn eyðimerkurmyndun, stöðva jarðvegseyðingu, endurheimta landgæði og sporna við hnignun líffræðilegrar fjölbreytni

Heimsmarkmið 16 - Friður og réttlæti

Stuðla að friðsælum og sjálfbærum samfélögum fyrir alla jarðarbúa, tryggja öllum jafnan aðgang að réttarkerfi og byggja upp skilvirkar og ábyrgar stofnanir á öllum sviðum

Heimsmarkmið 17 - Samvinna um markmið

Blása lífi í alþjóðlegt samstarf um sjálfbæra þróun og grípa til aðgerða

Sýnir hringrás um hvernig markmiðin virka

Við val á yfirmarkmiðum hjá Kópavogsbæ var litið til þriggja þátta. Í fyrsta lagi forgangsmarkmiða ríkisstjórnar Íslands, í öðru lagi afstöðu Heimssambands sveitarfélaga til þess hvaða undirmarkmið falla að verkefnum sveitarfélaga og  loks verkefna sem Kópavogsbær hefur skuldbundið til að vinna að svo sem innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Með þessari afmörkun eru forgangsmarkmið bæjarstjórnar Kópavogs, og þar með yfirmarkmið í heildarstefnu sveitarfélagsins, 36 talsins.

Miðvikudaginn 20. nóvember fór​​ Lindaskóli af stað í þá vinnu að kortleggja heimsmarkmiðin innan veggja skólans. ​​ Þeirri vinnu stýrðu aðilar innan skólans sem sitja í heimsmarkmiðanefnd og fengu til liðs við sig Maríu Kristínu Gylfadóttur verkefnastjóra heimsmarkmiða menntasviðs. ​​ Sett var upp svokallað heimskaffi (e. World Café) og öllu starfsfólki skólans skipt niður á umræðuborð, foreldrar voru fengnir til liðs við vinnuna sem og nemendur. ​​ Eitt heimsmarkmið var á hverju borði fyrir sig og ræddu aðilar innan hópsins um markmiðin og settu niður verkefni sem skólinn vinnur að í hverju markmiði fyrir sig. ​​ Hópmeðlimir fóru síðan á milli borða og ræddu þau markmið sem hver umræðustjóri kynnti ​​ hverju sinni. ​​ Þessari vinnu er hvergi nærri lokið því í framhaldi munu öll heimsmarkmið sem unnið var með og þau verkefni sem skólinn er að vinna að í hverju markmiði fyrir sig verða sýnileg í skólanum og í kjölfarið verða hugmyndirnar sendar upp á menntasvið. Í samvinnu við menntasvið mun Lindaskóli síðan halda áfram að vinna að innleiðingu heimsmarkmiðanna. ​​ Starfsfólk Lindaskóla vill þakka þeim foreldrum og nemendum sem gáfu sér tíma til að koma að þessari vinnu með skólanum.

Posted in Fréttaflokkur.