Gleði og fjölmenni á ,,Hátíðarstund“

Það ríkti sannkölluð gleði í Lindaskóla síðastliðinn laugardag þegar foreldrafélag Lindaskóla stóð fyrir ,,Hátíðarstund“. Margt var um manninn og höfðu einhverjir á orði að mætingin hafi verið með allra besta móti.

Margt var á dagskrá á þessari skemmtilegu samverustund. Kór Lindaskóla söng, laufabrauð var skorið og steikt, piparkökur skreyttar, föndrað og síðast en ekki síst voru nemendur 10. bekkjar með veitingarsölu.

Þetta var virkilega vel heppnuð hátíð og á foreldrafélag Lindaskóla hrós skilið fyrir daginn og fjölbreytta dagskrá. Hér er hægt að skoða myndir..

Posted in Fréttaflokkur.