Efnilegir skákmenn

Nemendur Lindaskóla hafa staðið sig vel á Meistaramóti Kópavogs í liðakeppni í skák. Í dag tefldu nemendur úr 1. bekk, 2. bekk og 4.-7. bekk. Allir þessir nemendur hafa staðið sig með mikilli prýði og haft gaman af. Flestir hafa verið að taka þátt í sínu fyrsta skákmóti sem er mikil reynsla og upplifun fyrir þá og er sigur út af fyrir sig. Á morgun lýkur mótinu og þá tefla nemendur úr 3. bekk.

Í dag lentu nemendur úr 1. bekk í öðru sæti í sínum flokki. Frábær árangur hjá þeim og það verður gaman að fylgjast með þessum efnilegu skákmönnum í framtíðinni. Innilegar hamingjuóskir duglegu skákmenn.

Á meðfylgjandi mynd má sjá sigurlið Lindaskóla úr 1.bekk, Axel Huga, Kristján Helga, Róbert Leó, Illuga og Hrafnkel Inga ásamt þjálfara sínum honum Kristófer.

Posted in Fréttaflokkur.