Lindaskóli meistarar í skák

Í dag lentu nemendur í 2. bekk, A sveit, í fyrsta sæti á Meistaramóti Kópavogs í liðakeppni sem fram fór í stúkunni við Kópavogsvöll. Í A sveitinni voru Birkir Hallmundarson, Róbert Ingi Kárason, Kristófer Orri Steindórsson og Birkir Leó Alfreðsson. Frábær árangur hjá þessum efnilegu skákmönnum.

Á meðfylgjandi mynd má sjá strákana með þjálfara sínum honum Kristófer Gautasyni. Til hamingju skákmenn og Lindaskóli.

Posted in Fréttaflokkur.