Haustfundir í Lindaskóla

Haustfundir fyrir forráðamenn nemenda Lindaskóla hefjast 27. ágúst og standa til og með 9. september.

Námskeið fyrir foreldra barna í 1. bekk verður 27. ágúst og stendur yfir frá kl. 17:30-20:00. Haustfundir fyrir foreldra nemenda í 2. – 6. bekk eru á morgnana frá kl. 8:20- 9.30 og byrja þeir í heimastofum viðkomandi árganga. Þar kynna nemendur og kennarar starf vetrarins. Um kl. 9:00 fara nemendur í útivist eða í sérgreinatíma á meðan umsjónarkennarar ræða við foreldra.

Haustfundir fyrir foreldra nemenda í 7. – 10. bekk verða síðdegis eða á kvöldin. Dagsetningar á þeim fundum liggja ekki allar fyrir en verða auglýstar fljótlega.

Dagsetningar á fundum:

1. bekkur –  Þriðjudaginn 27. ágúst kl. 17:30
2. bekkur –  Mánudaginn 9. september kl. 8:20
3. bekkur –  Fimmtudaginn 5. september kl. 8:20
4. bekkur –  Mánudaginn 2. september kl. 8:20
5. bekkur –  Föstudaginn 30. ágúst kl. 8:20
7. bekkur –  Þriðjudaginn 10. september kl. 17:30
6. bekkur –  Þriðjudaginn 3. september kl. 8:20
8. bekkur –  Miðvikudaginn 28. ágúst kl. 18:00
Posted in Fréttaflokkur.