Nú er síðasta skólavika skólaársins framundan.
Vordagar verða 2.-4. júní þar sem hefðbundin kennsla er látin víkja fyrir útiveru þar sem ýmislegt skemmtilegt er gert. Þessir daga fara nemendur fyrr heim á daginn en frístund verður opin eins og venjulega. Sjá skipulag á stöðvum og ferðum hjá 1.-7.b og á Lindaskólasprettinum.
Útskrift 10. bekkja verður fimmtudaginn 4. júní kl. 17:00. Hver nemandi má bjóða tveimur fullorðnum með sér. Nánari upplýsingar um útskriftina verða sendar forráðamönnum.
Skólaslit Lindaskóla verða föstudaginn 5. júní. Þau verða í þrennu lagi og einnig án forráðamanna vegna sóttvarnarreglna. Þau verða kl. 9:30 fyrir nemendur í 1.-4.bekk, kl. 10:30 fyrir nemendur í 5.-7. bekk og kl. 11:30 fyrir nemendur í 8.-9. bekk.
Vorhátíð foreldrafélagsins verður ekki að þessu sinni.
Sjá nánar vorskipulagið hér.