TIL HAMINGJU LINDASKÓLI – SIGURVEGARAR Í SKÓLAHREYSTI ÁRIÐ 2020

Hér eru myndir frá verðlaunhátíð sem haldin í tilefni af sigrinum…Lið Lindaskóla sigraði glæsilega í Skólahreysti í kvöld, annað árið í röð og í fjórða sinn frá upphafi.

Skólarnir sem kepptu í kvöld voru Árbæjarskóli, Flóaskóli, Grunnskóli Húnaþings Vestra, Grunnskólinn á Hellu, Heiðarskóli, Lindaskóli, Lundaskóli og Varmahlíðarskóli.

Keppt var í fimm greinum. Upphífingum og dýfum í strákaflokki en armbeygjum og hreystigreipi stúlknaflokki. Blönduð lið skólanna kepptu svo í hraðaþrautinni.

Lið Lindaskóla hlaut 43 stig en í öðru sæti var Heiðarskóli með 37 stig og Árbæjarskóli lenti í þriðja sæti með 32 stig. Hér eru myndir frá verðlaunhátíð sem haldin var í tilefni af sigrinum…

Til hamingju frábæru keppendur; Alexander Broddi, Lúkas, Sara og Selma og íþróttakennarar María og Lilja.  Við erum öll stolt af ykkur.

Posted in Fréttaflokkur.