Stóra upplestrarkeppnin Kópavogi

Lokahátíð  Stóru upplestrarkeppninnar í 7. bekk í Kópavogi fór fram í Salnum fimmtudaginn 13. apríl.  Þar kepptu 18 nemendur, tveir fulltrúar frá hverjum skóla. Lesararnir stóðu sig vel og var frammistaða þeirra mjög jöfn þetta árið og valið erfitt fyrir dómara keppninnar.

Skáld keppninnar að þessu sinni voru Arndís Þórarinsdóttir og Hulda Sigrún Bjarnadóttir en lesið var úr bók þeirra „Blokkin á heimsenda“ og Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson en lesarar gátu valið milli 10 ljóða hans. Einnig fluttu nemendur eitt ljóð að eigin vali. Það voru Kristján Máni Magnússon og Unnur Birna Önnudóttir sem voru fulltrúar Lindaskóla að þessu sinni og  Bryndís Anna Höskuldsdóttir var varamaður þeirra. Sigurvegari keppninnar þetta árið var fulltrúi Kópavogsskóla.

 

Posted in Fréttaflokkur.