Norðurlandameistarar barnaskólasveita

Norðurlandamót í skák var haldið í Danmörku helgina 19.-21. janúar þar sem Lindaskóli átti frábæra fulltrúa en liðið skipa Birkir Hallmundarson,  Engilbert Viðar Eyþórsson, Sigurður Páll Guðnýjarson, Örvar Brynjarsson og Nökkvi Brynjarsson. Liðstjóri er Arnar Milutin Heiðarsson. Strákarnir stóðu sig með þvílíkum  glæsibrag og sigruðu mótið. Þeir eru því Norðurlandameistarar barnaskólasveita. Við óskum þeim innilega til hamingju og vonum að skáklífið haldi áfram að blómstra í Lindaskóla.

Posted in Fréttaflokkur.