Ræðukeppni í Salnum

Árleg ræðukeppni 10. bekkjar í ensku fór fram 3. febrúar. Hún var haldin í Salnum í Kópavogi en þessi ræðukeppni er með sama formi og Morfís keppni framhaldsskólanna. Nemendur í 10. bekk læra allir að taka þátt í slíkri keppni á haustönn og er þá haldin keppni innan hvers bekkjar. Á vorönn býðst síðan nemendum að taka þátt í stærri keppni sem er svokölluð lokakeppni í ræðumennsku. Ræðulið koma frá báðum bekkjum og er það í höndum bekkjarfélaga liðanna að hvetja sinn bekk, skapa stemningu og semja hvatningarsöngva – því sá bekkur sem skapar bestu stemninguna, ásamt því að sýna öðrum liðum kurteisi, fær stig fyrir það. Mikil stemning ríkti og trommur og búningar settu svip á keppnina. Viðfangsefnin í ár voru „Veganism“ og „Being beautiful is more important than being smart“. 10. AB talaði móti „Veganism“ en með „Being beutiful is more important than being smart“ á meðan 10. MÁ tók hina pólana. Þrír dómarar voru fengnir til að dæma keppnina og voru sigurvegarar að þessu sinni 10. MÁ og fara þau ásamt kennara út að borða á Just Wingin It sem mun bjóða þeim upp á kjúklingavængi.

Posted in Fréttaflokkur.