Fjör á öskudaginn

Það var mikil ánægja meðal nemenda og starfsfólks að geta haldið upp á öskudaginn eftir hefðinni í Lindaskóla. Settar voru upp stöðvar víða um húsið og nemendur fóru á milli eftir hentugleikum og áhugasviði. Það var meðal annars hægt að fara í draugahús, keppa í borðtennis, limbó, klippa og lita, sprellast og ærslast í íþróttahúsinu auk þess sem rólegri stöðvar voru í boði til að hvíla sig í á milli eða bara hafa náðugan dag.

Sjá svipmyndir frá deginum

Posted in Fréttaflokkur.