Stóra upplestrarkeppnin

Fimmtudaginn 10. mars var Stóra upplestrarkeppnin haldin hér innan húss. Lesarar stóðu sig allir með prýði og sömuleiðis áhorfendur. Dómarar tilkynntu síðan tvo fulltrúa og tvo til vara.

Erla María Ríkharðsdóttir og Vala Kristín Georgsdóttir munu keppa fyrir hönd Lindaskóla í Stóru upplestrarkeppninni sem haldin verður í Salnum Kópavogi þann 24. mars nk. Til vara eru þær Júlía Karen Fernández Líndal og Katla Guðmundsdóttir. Við óskum þeim öllum til hamingju og góðs gengis í aðalkeppninni.

Posted in Fréttaflokkur.