Göngum í skólann

Árlega stendur Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands auk samstarfsaðila fyrir átaksverkefninu Göngum í skólann. Markmið verkefnisins er að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni.

Um leið og nemendur í 1. – 7. bekkjum Lindaskóla taka þátt í átakinu er keppni milli árganga um gull- og silfurskóinn og hefst hún mánudaginn 27. september og lýkur föstudaginn 8. október.

Koma svo allir með og áfram Lindaskóli.

Kveðja, stjórnendur Lindaskóla

Posted in Fréttaflokkur.