Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk – Kópavogskeppnin

Miðvikudaginn 12. maí var haldin úrslitakeppni Stóru upplestrarkeppninnar í 7. bekk hér í Kópavogi. Þar kepptu 18 nemendur, tveir frá hverjum skóla. Fulltrúar Lindaskóla voru Jóhann Einar Árnason og Sigurlín Viðarsdóttir og stóðu þau sig mjög vel, en lentu ekki í verðlaunasæti.
Í fyrsta sæti var Þóra Sif Óskarsdóttir úr Kópavogsskóla, í öðru sæti var Arnar Leví Baldvinsson úr Álfhólsskóla og í þriðja sæti var Embla Ísól Ívarsdóttir úr Álfhólsskóla.

 

Posted in Fréttaflokkur.