Skák og kór

Þessa dagana hefur verið skráning á skák- og kóræfingar og er aðsóknin mjög góð.

Skákæfingar verða fyrir nemendur í 1. – 10. bekk á eftirfarandi tímum:

  • 1.-3. bekkur í frístund – föstudaga kl. 14:00-15:00
  • • 4.- 10.bekkur – þriðjudaga kl. 14:00-15:00

Æfingarnar hefjast 8. september í Lindaskóla. Þar verður farið yfir helstu grunnatriðin í skák og nemendur taka þátt á skákmótum fyrir hönd skólans. Þess má geta að Lindaskóli sigraði Íslandsmót Grunnskólasveita, 1.-3. bekkjar síðastliðinn vetur. Kennari er Kristófer Gautason, formaður skákdeildar Breiðabliks.

Kóræfingar verða í vetur fyrir nemendur í 2.-5. bekk og eru allir hjartanlega velkomnir. Kóræfingarnar eru á miðvikudögum:

  • Yngri deild kl. 12:40-13:20
  • Eldri deild kl. 13:20-14:00

Í kórnum er unnið með tónlist úr ýmsum áttum og áhersla lögð á náttúrulega raddbeitingu, gleði og samvinnu. Í vetur verður notast við námsefnið T.T.S. sem er þjálfun í tali, tjáningu og söng.

Kórinn mun koma fram innan skólans og vonandi verður hægt að gera hugmyndina um kórferðalag að veruleika seinna á skólaárinu. Kórstjórnandi er Jóhanna Halldórsdóttir.

Þess skal getið að enn er hægt að skrá sig í skák og kór. Ef spurningar vakna er hægt að hafa samband við Hilmar, netfang; hilmar@kopavogur.is .

Posted in Fréttaflokkur.