Leikur og gleði í snjónum

Það ríkti sannkölluð gleði á skólalóð Lindaskóla í morgun þegar stórir sem smáir léku sér saman í snjónum. Snæfinnur snjókarl sást víða því sjaldan hafa verið búnir til eins margir snjókarlar á lóðinni á stuttum tíma. Á meðfylgjandi mynd má sjá iðna nemendur.  Fleiri myndir verða settar inn með fréttinni á morgun.

Posted in Fréttaflokkur.