Upplestur fyrir nemendur í 1.-4. bekk

Mánudaginn 7. október heimsótti Guðni Líndal Benediktsson rithöfundur nemendur í 1.-4. bekk. Hann las upp úr nýlegri bók sinni sem heitir Hundurinn með hattinn. Hundurinn sem heitir Spori leysir ýmsar ráðgátur í bókinni. Spori og kettlingurinn Tása lenda  í lævísum refum, skuggalegum smáhundum og svakalegum heilabrotum í þessu skemmtilega ævintýri. Guðni ætlaði upphaflega að lesa upp úr nýrri bók sem hann er að gefa út en hún var því miður ekki komin úr prentun. Sú bók heitir: Stelpan sem sigldi kafbát niður í kjallara (og lenti í sápufólki og smáminjum).

Nemendur höfðu gaman af upplestrinum og hlustuðu af athygli.

Posted in Fréttaflokkur.