Göngum í skólann

Á morgun,  miðvikudaginn 4. september,  hefst átakið Göngum í skólann.  Lindaskóli er að sjálfsögðu skráður til leiks. Í tilefni dagsins ætla  umsjónarkennarar í gönguferð með nemendur. Í tengslum við göngutúrinn ræða kennarar við nemendur um verkefnið, mikilvægi hreyfingar og hvetja þau til að ganga í skólann. Lindaskóli er sérlega vel staðsettur í hverfinu og stutt og þægilegt fyrir alla að ganga.

Markmið verkefnisins er að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni. Ein einfaldasta leiðin til að auka hreyfingu í daglegu lífi er að velja virkan ferðamáta.  Ávinningurinn er ekki aðeins bundinn við andlega og líkamlega vellíðan heldur er þetta einnig umhverfisvæn og hagkvæm leið til að komast á milli staða.

Posted in Fréttaflokkur.