Sjálfsmat Lindaskóla

Sjálfsmat Lindaskóla

Í lögum um grunnskóla (8. mars 1995) er öllum grunnskólum á Íslandi gert skylt að stunda sjálfsmat.
En hvað er sjálfsmat skóla? Í orðabók er orðið „mat“ skýrt þannig að það sé „það að meta gildi eða eiginleika einhvers“.
Í tilfelli skólans er þetta framkvæmt þannig að starfsfólk, foreldrar og nemendur skólans leggja mat á gildi og eiginleika skólastarfsins og er tilgangurinn að stuðla að skólaþróun og bættu skólastarfi.
Vinna við sjálfsmat Lindaskóla hófst formlega í ágúst árið 2000. Aðferðin sem notuð er við sjálfsmatið er svonefnd „Kaupmannahafnaraðferð“ en hún byggir á þátttöku foreldra, nemenda og starfsmanna skólans.
Unnið var út frá spurningunni: Hvað er góður skóli? Kennarar skólans unnu með þessa spurningu og úr niðurstöðum þeirrar vinnu var útbúinn spurningalisti sem lagður var fyrir starfsfólk skólans. Foreldrar tóku einnig þátt í vinnunni og mættu yfir hundrað foreldrar og tóku þátt og úr niðurstöðum þeirra var útbúinn spurningalisti sem lagður var fyrir foreldra/forráðamenn nemenda skólans. Loks var komið að nemendum að tjá sig um hvað er góður skóli? 1.- 4. bekkur tjáði sig myndrænt og skriflega, 5.- 9. bekkur tjáði sig skriflega (ath. þennan vetur var ekki 10.bekkur)
Niðurstöður úr þessari vinnu voru svo nýttar til gerðar umbótaáætlunar. Í henni fólst að þeir hlutir sem talið var að betur mættu fara voru lagðir fyrir starfsmenn skólans og foreldra. Þessi atriði voru: vinnuaðstaða, skólaskrifstofa, öryggismál, boðleiðir og upplýsingar, reglur, hlutverk starfsmanna, umgengni, samstarf nemenda, námskeið, gagnkvæm virðing og heitur matur.   Þegar starfsmenn og foreldrar unnu með þetta var skipt í vinnuhópa og fékk hver hópur eitt af ofangreindum atriðum til umfjöllunnar og átti að koma fram með hugmyndir að umbótum.

Sjálfsmatsteymi: 
Auðbjörg Njálsdóttir, kennari
Hilmar Björgvinsson, aðstoðarskólastjóri
Ragnheiður Líney Pálsdóttir, kennari
Sigríður Dóra Gísladóttir, kennari
Þórhalla Gunnarsdóttir, námsráðgjafi

Sjálfsmatsáætlun 2015-2018

Kynningar:
Kynning 12. júní 2018

Sjálfsmatskannanir:
Nemendur 2018-2019
Foreldrar 2018-2019
Nemendur 2017-2018
Starfsmenn 2017-2018

Nemendur 2016-2017
Foreldrar 2016-2017
Starfsmenn mars 2016
Nemendur 2015-2016
Nemendur 2014-2015

Foreldrar febrúar 2015

Sjálfsmatsskýrslur:
Skýrsla 2017-2018
Skýrsla 2016-2017

Skýrsla 2015-2016
Skýrsla 2014-2015

Umbótaáætlanir:
Til framkvæmda 2018-2019
Til framkvæmda 2017-2018
Til framkvæmda 2016-2017

Til framkvæmda 2015-2016

Ýmislegt eldra efni tengt sjálfsmati

Aðgerðaáætlanir
Aðgerðaáætlun vegna foreldra 2009

Aðgerðaáætlun 2008
Aðgerðaáætlun vegna kennara 2008

Kannanir
Niðurstöður úr Könnun Dægradvalar 2005-2006
Matartorg.is, könnun á matarmálum

Skýrslur
Stutt skýrsla um sjálfsmat unnin vorið 2005
Samantekt á skýrslum um starfendarannsóknir skólaárið 2004-2005
Skýrsla stýrihóps um sjálfsmat Lindaskóla unnin í október 2002.

Ýmislegt 
Yfirlit verkefna sem unnin hafa verið í sjálfsmatsferlinu 2003-2006.
„Sanngjarnt námsmat í stærðfræði“, 2004-2005 (verkefni styrkt af Menntamálaráðuneytinu)
Vinna við sjálfsmat 2003, Hvað er gott heimanám?
Úttekt á sjálfsmatsaðferðum Lindaskóla, framkvæmd af KHÍ vorið 2002.