Mat á skólastarfi

Ytra mat

Menntamálastofnun hefur umsjón með ytra mati á leik- grunn- og framhaldsskólum fyrir hönd mennta- og menningarmálaráðuneytis. Í ytra mati felst að matsaðilar Menntamálastofnunar leggja mat á starfsemi viðkomandi skóla með hliðsjón af gildandi viðmiðum sem meðal annars byggja á lögum, reglugerðum og aðalnámskrám. Er það gert með skoðun á fyrirliggjandi gögnum um starfsemi skólans, vettvangsheimsóknum matsaðila og viðtölum við börn/nemendur, starfsfólk skóla og foreldra.

Lindaskóli skýrsla um ytra mat 2019
Umbótaáætlun
Foreldrabréf


Innra mat
Í 35. gr. grunnskólalaga frá 2008 er fjallað almennt um mat og eftirlit með gæðum grunnskólastarfs. Í 36. gr. er fjallað um innra mat skóla og þar kemur fram að hver grunnskóli eigi að meta með kerfisbundnum hætti árangur og gæði skólastarfs með virkri þátttöku starfsmanna, nemenda og foreldra eftir því sem við á. Þar segir að grunnskólar eigi að birta opinberlega upplýsingar um innra mat sitt, tengsl þess við skólanámskrá og áætlanir um umbætur. Mat á skólastarfi er ein leið til umbóta í skólum.

Lindaskóli styðst við ýmis matstæki til að meta innra starf skólans. Fyrst má nefna Skólapúlsinn sem er veflægt matskerfi fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla þar sem nemendur, foreldrar og starfsmenn svara spurningalista á netinu um flestalla þætti skólastarfsins. Til að meta frammistöðu og framfarir nemenda í námi er stuðst við fjölbreytt námsmat sem fer fram allt skólaárið, símat. Auk þess eru sérstakir námsmatsdagar á skólaárinu. Ýmsar skimanir eru lagðar reglulega fyrir nemendur, s.s. í lestri og stafsetningu og sérstakar kannanir eru lagðar fyrir nemendur um líðan og samskipti. Pisa könnunin, alþjóðleg könnun á vegum OECD og er lögð fyrir nemendur í 10. bekk á þriggja ára fresti. Rannsóknarmiðstöðin Rannsókn og greining sem sérhæfir sig í rannsóknum á högum og líðan ungs fólks bæði á Íslandi og erlendis leggur kannanir fyrir nemendur í 5.-10. bekk.

Í Lindaskóla er starfandi matsteymi sem heldur utan um innra mat skólans. Skólaárið 2023-2024 eru eftirfarandi fulltrúar starfsmanna, foreldra og nemenda í teyminu. Þeir eru:

Erla Sigurbjartsdóttir, kennari á öllum stigum
Fjóla Borg Svavarsdóttir, aðstoðarskólastjóri

Sigurborg Eiríksdóttir, umsjónarkennari á miðstigi
Halldóra Magnúsdóttir, deildarstjóri UT
Sigríður Dóra Gísladóttir umsjónarkennari á elsta stigi
Magnús Kristjánsson, fulltrúi foreldra
fulltrúi nemenda


Matsáætlun 2019-2023

Matskannanir:

Foreldrar 2023
Foreldrar mars 2021
Foreldrar febrúar 2019

Nemendur 2022-2023
Nemendur 2021-2022
Nemendur 2020-2021
Nemendur 2019-2020
Nemendur 2018-2019
Nemendur 2017-2018

Starfsmenn 2022
Starfsmenn 2020
Starfsmenn 2018

Matsskýrslur:

Skýrsla 2023-2024
Skýrsla 2022-2023
Skýrsla 2021-2022
Skýrsla 2020-2021
Skýrsla 2019-2020
Skýrsla 2018-2019
Skýrsla 2017-2018
Skýrsla 2016-2017

Umbótaáætlanir:

Til framkvæmda 2023-2024
Til framkvæmda 2022-2023
Til framkvæmda 2021-2020
Til framkvæmda 2020-2021
Til framkvæmda 2019-2020
Til framkvæmda 2018-2019
Til framkvæmda 2017-2018