Grænfáninn

Landvernd, umhverfisráðherra og 12 grunnskólar á Íslandi hafa efnt til samstarfs um að móta og styrkja umhverfisstefnu og umhverfismennt í skólum undir merkjum Grænfánans. Grænfáninn er umhverfismerki sem nýtur virðingar víða í Evrópu sem tákn um góða fræðslu og umhverfisstefnu í skólum. Skólarnir  sem taka þátt í verkefninu eru dreifðir vítt og breitt um landið og er Lindaskóli  einn þeirra skóla sem tekur þátt í þessu verkefni. Skólarnir eru litlir og stórir með nemendafjölda frá bilinu 30 – 800. Tímabil verkefnisins er til vors 2003 og ef Lindaskóli nær að stíga öll skrefin sem eru í verkefninu innan þess tíma getur hann flaggað Grænfánanum

Markmið verkefnisins er að auka menntun og þekkingu og efla virðingu fyrir umhverfinu, að stuðla að góðri umgengni og sjálfbærri nýtingu auðlinda, að vinna gegn hvers konar mengun og umhverfisspjöllum, að bæta ytra og innra umhverfi skólans og stuðla um leið að bættri ímynd skólans, að bæta þekkingu og umhverfisvitund nemenda, kennara og starfsmanna skólans, að stuðla að lýðræðislegum vinnubrögðum í tengslum við stjórnun verkefnisins, að veita nemendum þekkingu og kunnáttu um umhverfismál, að efla evrópska samkennd  og að tengja skólann betur við samfélagið, fyrirtæki og almenning.

Áður en Lindaskóli hóf þátttöku í Grænfánanum hafði ýmislegt verið gert í umhverfismálum í skólanum. Má þar helst nefna að allir bekkir voru byrjaðir að flokka pappír og einn bekkur í árgangi skolaði fernur til endurvinnslu. Skólinn hóf svo þátttöku í Grænfánaverkefninu sumarið 2001 og var einn af 12 fyrstu skólunum sem hóf samstarfið með Landvernd og umhverfisráðuneytinu. Vorið 2003 flögguðum við fánanum í fyrsta sinn og höfum flaggað honum nær daglega frá þeim tíma. Nú er komið að því að við sækjum um að fá nýjan fána svo að við getum haldið áfram að flagga næstu tvö árin.

 Eftir gott og farsælt starf umhverfisnefndar Lindaskóla árin 2001 – 2003 var kominn tími til að hefjast handa á ný og setja skólanum ný markmið. Á fyrsta fundi umhverfisnefndarinnar haustið 2003 var ákveðið að þemað fram til vorsins 2005 yrði orka og vatnsmál. Haustið 2003 sóttu tveir fulltrúar skólans námsstefnu Grænfánans sem haldin var að Gvendarbrunnum þar sem mikið var fjallað um orkumál. Strax að þeim fundi loknum hófst vinna við markmið orku- og vatnsþemans og greinum við frá þeirri vinnu í þessari samantekt.

Leið Lindaskóla að Grænfánanum

1.Umhverfisnefnd skólans 2. Mat á stöðu umhverfismála 3.Áætlun um aðgerðir og markmið 4.Eftirlit og endurmat
5.Námsefnisgerð og verkefni 6.Að upplýsa og fá aðra með 7.Umhverfissáttmáli

  1. Umhverfisnefnd skólans
    Ný umhverfisnefnd var skipuð haustið 2003. Í henni sitja fulltrúar nemenda, kennara, starfsfólks, foreldra og stjórnenda skólans. Nefndin starfar samkvæmt lýðræðislegum leikreglum og nemendur hafa þar mikið vægi. Í nefndinni veturna 2003 – 2005 sátu eftirtaldir fulltrúar:

Fulltrúar nemenda, sem kosnir voru af sínum bekkjarfélögum: Ásta Eir Árnadóttir 6. AB, Berglind Gunnarsdóttir 6. AB, Mímir Hafliðason 6. GÓ, Katrín Dögg Óðinsdóttir 6. GÓ, Sindri Snær Skarphéðinsson 6. IB, Guðbjörg Jóhannsdóttir 6. IB, Sigurgeir Ingi Þorkelsson 6. LA, Sölvi Logason 6. LA, Ari Steinn Skarphéðinsson 7. AH, Auður Elísabet Baldursdóttir 7. AH, Markús Andri Sigurðsson 7. DU, Fríða Rún Einarsdóttir 7. DU, Áróra Björk Pétursdóttir 7. GB, Sandra Ýr Jóhannsdóttir 7. GB, Guðný Birna Guðmundsdóttir 8. HS, Hafþór Örn Pétursson 8. HS, Esra Þór Árnason 8. KG, Guðný Dögg Ragnarsdóttir 8. ÞÞ  og Gerður Huld Arinbjarnar 10. SH.

Fulltrúar foreldra: Þorvaldur Bjarnason og Ólöf Aðalsteinsdóttir.

Fulltrúar kennara: Nanna Hlín Skúladóttir, María Málfríður Guðnadóttir, Arnar Bjarnason, Erla Sigurbjartsdóttir, María Ásmundsdóttir, Anna Halldórsdóttir og Eyrún Magnúsdóttir

Fulltrúar starfsmanna: Jóhannes Ævar Hilmarsson og Valgerður Aðalsteinsdóttir

Verkefnisstjóri: Sigfríður Sigurðardóttir

  1. Mat á stöðu umhverfismála
    Nýja nefndin hittist í fyrsta sinn í desember 2003 og fyllti hver og einn í nefndinni út gátlista og merkti við það sem hann taldi eiga við okkar skóla. Með því móti fengum við sýn á það hvernig staða skólans í orku- og vatnsmálum var. Nefndin fylli svo aftur út sama gátlista í mars 2005 til að kanna hvernig til hafði tekist og má sjá niðurstöður beggja gátlistanna í töflunni hér fyrir neðan.
ORKA VATN

ORKA

  1. Við notum sparperu í stað glópera þar sem hægt er:

Nei Að hluta Veit ekki
Des. 2003
57 %   9 % 34 %
Mars 2005 100%      
  1. Við notum skrifstofutæki sem fara sjálfkrafa í orkusparandi stillingu þegar þau eru ekki í notkun:

Nei Að hluta Veit ekki
Des. 2003
  17 % 40 % 43 %
Mars 2005 100%      
  1. Við slökkvum ljós í skólastofum og öðrum rýmum þegar þau eru ekki í notkun:

Nei Að hluta Veit ekki
Des. 2003
87 % 4 % 9 %  
Mars 2005 31%   69%  
  1. Dregið er úr lýsingu þar sem hægt er t.d. með því að fækka perum í ljósastæðum í lofti:

Nei Að hluta Veit ekki
Des. 2003
28 % 27 %   45 %
Mars 2005 88% 6% 6%  
  1. Ljós eru slökkt þar sem dagsbirtan nægir:

Nei Að hluta Veit ekki
Des. 2003
35 % 13 % 52 %  
Mars 2005 80%   20%  
  1. Við slökkvum á tölvum og tækjum yfir nótt og í fríum:

Nei Að hluta Veit ekki
Des. 2003
70 % 12 % 9 % 9 %
Mars 2005 100%      
  1. Við lækkum á ofnum og slökkvum á loftræstingu þegar húsnæðið er ekki í notkun:

Nei Að hluta Veit ekki
Des. 2003
53 % 4 % 39 % 4 %
Mars 2005 100%      
  1. Veggir og gólf eru í ljósum litum til að fá hámarks birtu:

Nei Að hluta Veit ekki
Des. 2003
61 % 4 % 26 % 9 %
Mars 2005 100      
  1. Gluggar eru hreinir svo þeir hleypi birtunni inn:

Nei Að hluta Veit ekki
Des. 2003
66 % 4 % 26 % 4 %
Mars 2005 53%   47%  
  1. Við drögum gluggatjöld fyrir og lækkum hita á ofnum á nóttunni:

Nei Að hluta Veit ekki
Des. 2003
45 % 23 % 23 % 9 %
Mars 2005 6% 6% 88%  
  1. Gluggatjöld eru dregin frá þegar bjart er til að nýta dagsbirtuna:

Nei Að hluta Veit ekki
Des. 2003
75 % 4 % 17 % 4 %
Mars 2005 93%   7%  
  1. Við stillum ofna eftir hitanum úti:

Nei Að hluta Veit ekki
Des. 2003
50 % 14% 32 % 4 %
Mars 2005 100%      
  1. Fylgst er reglulega með rafmagns- og orkunotkun:

Nei Að hluta Veit ekki
Des. 2003
43 % 9 % 30 % 18 %
Mars 2005 100%      
  1. Þvotta- og uppþvottavélar eru fylltar áður en þær þvo:

Nei Að hluta Veit ekki
Des. 2003
49 % 8 % 4 % 39 %
Mars 2005 100%      
  1. Allir eru með sína merktu bolla til að draga úr uppþvotti:

Nei Að hluta Veit ekki
Des. 2003
70 % 17 % 9 % 4 %
Mars 2005 100%      

VATN

  1. Gætt er að því að kranar leki ekki:

Nei Að hluta Veit ekki
Des. 2003
96 %     4 %
Mars 2005 100%      
  1. Salerni eru vatnssparandi:

Nei Að hluta Veit ekki
Des. 2003
24 % 10 % 10 % 56 %
Mars 2005 100%      
  1. Vatn í þvagskálum rennur ekki á nóttunni:

Nei Að hluta Veit ekki
Des. 2003
55 % 9 %   36 %
Mars 2005 100%      
  1. Vatn er ekki látið renna að óþörfu:

Nei Að hluta Veit ekki
Des. 2003
64 % 23 %   13 %
Mars 2005 73% 20% 7%  
  1. Leitast er við að nýta vatn af þökum t.d. til að viðhalda tjörnum og votlendi á skólalóð:

Nei Að hluta Á ekki við
Des. 2003
9 % 27 %   64 %
Mars 2005   7%   93%
  1. Áætlun um aðgerðir og markmið
    Í framhaldi af niðurstöðum gátlistans setti umhverfisnefndin fram fimm ný markmið sem eru þessi.

  1. Slökkt er á tækjum og tölvum yfir nótt og í fríum.

Eins og sjá má í niðurstöðum gátlistans hefur þessu markmiði verið náð og telur umhverfisnefndin að því sé fylgt eftir að öllu leyti.

  1. Þegar dagsbirtu nýtur við eru ljós slökkt og gluggatjöld dregin frá. Ljós eru slökkt þegar rými eru ekki í notkun.

Niðurstöður gátlistans benda til að þetta sé gert í allflestum tilfellum og við vettvangsathugun umhverfislögreglu Lindaskóla kom í ljós að gluggatjöld voru dregin frá í 64% tilvika og ljós voru slökkt í 63% af kennslustofunum í útivist.

  1. Gluggatjöld eru dregin fyrir og hiti á ofnum lækkaður á nóttunni.

Niðurstöður gátlistans benda til þess að þetta sé gert að einhverju leyti í flestum rýmum skólans en áfram verður unnið að þessu markmiði. Þetta markmið var ekki eitt af þeim sem við mældum í heimsókn umhverfislögreglunnar, þar sem hún fór fram á skólatíma, en við göngum út frá því að þetta sé eitt af því sem verið sé að vinna með þar sem mikill munur er á orku- og heitavatnsnotkun frá því að verkefnið hófst þar til dagsins í dag.

  1. Ofnar eru stilltir eftir hitanum úti.

Samkvæmt niðurstöðum gátlistans telja nefndarmenn umhverfisnefndarinnar að þetta sé gert í öllum tilvikum, en samkvæmt vettvangsathugun umhverfislögreglu Lindaskóla kom í ljós að ofnar voru stilltir miðað við hitastigið úti í 85% tilfella, þ.e. hiti var ekki of mikill á þeim og gluggar voru frekar hafðir lokaðir til að halda hitanum mátulegum í stofunum.

  1. Nemendur og starfsfólk nýti sér eiginleika vatnssparandi salerna.

Sennilega er þetta nú það markmið sem einna erfiðast er að mæla. Þetta verður hver og einn að eiga við sjálfan sig, bæði nemendur og starfsfólk, en á meðan markmiðið er til staðar væntum við þess að allir læri smátt og smátt að tileinka sér þau. Að minnsta kosti voru allir nefndarmenn umhverfisnefndarinnar meðvitaðir um það að salernin væru búin þessum kostum.

Vinna við þessi markmið hefur staðið frá hausti 2003 og finnst okkur að vel hafi tekist til. Það er því von okkar að við getum flaggað Grænfánanum á ný í vor. Eins og sjá má hér að ofan var ekki auðvelt að mæla öll markmiðin, en við gáfum okkur þó það að um leið og nemendur og starfsfólk vissu af þeim og hefðu þau sýnileg á sínum vinnusvæðum væri auðveldara fyrir alla að fara eftir þeim. Mæling okkar á því hvernig til tókst byggir því á þremur þáttum. Heimsókn umhverfislögreglunnar í stofur, niðurstöðum gátlistans og mælingum á vatns- og rafmagnsnotkun í skólanum og er það niðurstaðan að umtalsverður munur hefur orðið á orkunotkun frá því að við settum okkur orku- og vatnsmarkmiðin og fram til dagsins í dag.

  1. Eftirlit og endurmat

Veturna 2003 – 2005 minntum við í umhverfisnefndinni kennara á eldri markmiðin varðandi pappírs- og endurvinnslumálin á kennarafundum og minntum foreldra á fernunotkunina og pappírsmálin í fréttabréfum skólans. Þannig fylgdum við því eftir að eldri markmiðunum væri framfylgt og héldum því áfram veturinn 2004 – 2005. Í vetur bættum við um betur og hengdum upp í öllum stofum skólans veggspjöld (fylgiskjal 1) þar sem markmið Lindaskóla í umhverfismálum eru sett fram. Þau veggspjöld unnu nemendurnir í umhverfisnefndinni á tölvur og fóru svo með í stofur, ásamt kennara í nefndinni, þar sem markmiðin voru kynnt enn á ný fyrir nemendum og kennurum. Með því að markmiðin hangi uppi sýnileg í öllum stofum vonumst við til þess að verkefnið verði sýnilegra öllum nemendum og starfsmönnum skólans og sé þannig hluti af daglegu lífi skólans. Á fundi nefndarinnar í janúar 2005 var ákveðið að setja á stofn umhverfislöggur við skólann. Hlutverk þeirra er að fara í stofur og gera úttekt á því hvernig umhverfismarkmiðum skólans er fylgt. Könnuð voru 10 atriði (fylgiskjal 2) í hverri stofu og eru þau öll í samræmi við umhverfismarkmið skólans. Ákveðið var að gefa stofunum einkunn og ef einhver atriði voru ekki í samræmi við markmiðin var 1 dreginn frá fyrir hvert atriði, þannig að mest var hægt að fá 10 í einkunn og minnst 0. Ætlunin er að endurtaka könnunina í vor og gefst því kostur á að bæta það sem bæta þarf, þar sem útkoman var ekki nógu góð. Niðurstöðurnar voru kynntar fyrir öllum bekkjum. Lögreglan fór eftirlitshring í mars og voru niðurstöður heimsóknanna eftirfarandi:

Einkunn:

10                    8. ÞÞ

9                      2. MÁ, 2. SS, 3. MG, 5. ÞS, 6. LA, 6. AB, 7. GB, 8. KG, 9. BB, heimilisfræðistofa

8                      3. SH, 4. NS, 5. KA, 9. KK, 10. VB,

7                      1. SJ, 1. EG, 1. PR, 2. MA, 2. NJ, 3. ÍS, 4. GE, 5. LH, 7. DU, 10. SH, 10. MÁ, myndmenntastofa

6                      4. EM, 7. AH, flautustofa, smíðastofa

5                      8. HS, 6. IB, tölvustofa,

4                      6. GÓ, textílstofa,

3                      tónmenntastofa,

Eins og sjá má á einkunnunum er ástandið víðast hvar mjög gott, en það eru nokkrir bekkir og kennarar sem þurfa að taka sig á í þessum málum, en við munum kanna það aftur þegar nær dregur að vori.

Ýmislegt fleira höfum við gert til að minna á umhverfismarkmiðin, bæði gömlu og nýju. Húsvörðurinn gengur t.d. daglega, í lok dags, í allar stofur til að kanna hvort gluggar séu lokaðir, ljós slökkt o.s.frv. Ef svo er ekki skilur hann eftir lítinn miða með ábendingu um það sem betur má fara. Enn fylgjum við þeim vinnureglur sem við settum okkur varðandi sorpið og má sjá þær í fylgiskjali 3. Fleira má nefna varðandi eftirlit og endurmat og m.a. það að á hverjum morgni fara 3 – 4 nemendur út með húsverði og draga Grænfánann (fylgiskjal 4) að húni. Um leið fræðir húsvörðurinn nemendurna um verkefnið og til hvers við þurfum að hugsa um umhverfið og náttúruna. Þannig reynum við að skapa umræður inni í bekkjunum um verkefnið og fær hver bekkur í 1. – 7. bekk að fara u.þ.b. 3x út að vetri til að flagga.

  1. Námsefnisgerð og verkefni
    Allir nemendur fá markvisst nám í samræmi við þemun t.d. orku, vatn og úrgang. Allur skólinn tekur mið af verkefninu t.d. með því að spara vatn og orku, flokka úrgang og minnka rusl. Byggt er á námsskrá eftir því sem við á og bætast viðeigandi þættir inn í skólanámskrá í samræmi við umhverfisstefnu.

Í flestum árgöngum samþættist umhverfiskennslan inn í aðrar námsgreinar og er eftirfarandi námsmarkmið að finna í skólanámskrá Lindaskóla varðandi umhverfismál:

1.bekkur 2.bekkur 3.bekkur 4.bekkur 5.bekkur
6.bekkur 7.bekkur 8.bekkur 9.bekkur 10.bekkur

  1. bekkur
  • Samfélagsfræði: Nemendur kynnist sínu nánasta umhverfi.
  • Náttúrufræði: Nemendur kynnist mikilvægi vatns fyrir allt líf á jörðinni. Nemendur þekki helstu breytingar sem verða í náttúrunni og umhverfinu með tilliti til árstíða. Nemendur átti sig á orsök og afleiðingu ýmissa þátta í umhverfi okkar.
  1. bekkur
  • Samfélagsfræði/náttúrufræði: Nemendur efli með sér sjálfsvitund, samkennd og virðingu gagnvart sjálfum sér og öðrum í því samfélagi sem við búum í. Nemendur geri sér grein fyrir tengslum manns og náttúru. Nemendur þekki árstíðirnar og átti sig á mun á árstíðum eftir staðsetningu landa.
  1. bekkur
  • Náttúrufræði: Nemendur skilji algengustu veðurtákn sem notuð eru í veðurlýsingum. Nemendur ræði um hvaða hlutverki veðurspár gegna í íslensku samfélagi og hvaða tækni er beytt við veðurmælingar.Nemendur átti sig á að allar lífverur þurfa vatn, loft, fæðu og búsvæði. Nemendur fræðist um afstöðu himintunglanna, þyngdarkraft og tunglmánuðina. Nemendur þekki að jörðin er byggð upp af; kjarna, möttli, jarðskorpu, hafi og lofthjúp.
  • Stærðfræði: Nemendur vinni að rannsóknum á umhverfi sínu, t.d. með því að skoða form. Nemendur vinni með samhverfur í umhverfi sínu. Nemendur vinni með höfuðáttirnar á landakorti. Nemendur geri rannsóknir á umhverfi sínu, skrái, lesi úr niðurstöðum og setji upp í myndrit.
  • Hönnun og smíði: Nemendur átti sig á samhengi orku, jafnvægis og ójafnvægis og hreyfingar, t.d. óróa, jafnvægisstöng, vindi í segli. Nemendur geri sér grein fyrir því að manneskjan mótar umhverfi sitt með sköpunarmætti sínum.
  1. bekkur
  • Samfélagsfræði: Nemendur fræðist um eigið land og umhverfi. Nemendur vinna með árstíðirnar og hvernig þær hafa áhrif á lífríkið í kringum okkur. Nemendur fræðist um hringrás vatns.
  1. bekkur
  • Náttúrufræði: Nemendur læri markviss vinnubrögð við framkvæmd athugana. Nemendur kynnist rafmagni, seglum og reikistjörnum á ýmsan hátt, m.a. í gegnum tilraunir. Nemendur kynnist náttúru og lífríki Íslands.
  • Hönnun og smíði: Nemendur smíði hlut sem nýtir einfalda, lágspennta rafrás með einum rofa. Nemendur læri meðferð lóðbolta í tengslum við vinnu með rafrásir.
  1. bekkur
  • Náttúrfræði: Nemendur kynnist grunnþáttum í eðlis-, efna- og jarðfræði, svo sem eðli krafta, mælinga, hljóða og tóna, sólkerfis og landmótunar. Nemendur framkvæmi tilraunir tengdar efninu. Vitneskja nemenda um ferskt vatn, lífríkið sem í því býr og um áhrif mannsins á náttúruna aukist. Nemendur fari í vettvangsferðir og sjái og finni lífríkið af eigin raun. Nemendur þekki helstu fiska-, fugla- og plöntutegundir í og við ferskvötn Íslands.
  1. bekkur  
  • Samfélagsfræði: Nemendur geti áttað sig á því að loftslags- og gróðurbelti jarðar hafi áhrif á lifnaðarhætti fólks. Nemendur þekki helstu gerðir orkulinda sem nýttar eru í Evrópu, hvar þær er að finna og hvernig þær hafa myndast.
  • Náttúrfræði: Nemendur kynnist helstu þáttum vísindalegra vinnubragða og geti beitt þeim við verklega vinnu. Nemendur kynnist orkuhugtakinu, orkunotkun og kynnist mismunandi orkugjöfum.
  • Hönnun og smíði: Nemendur hanni og smíði nytjahlut sem hagnýtir rafmagn og/eða rafeindatækni, t.d. drifknúinn hlut sem nýtir sér rafmagn og/eða framleiðir rafmagn. Nemendur geti hagnýtt sér einfaldan drifbúnað í hönnun nytjahlutar. Nemendur hafi fengið innsýn í samhengið á milli forms og orkunýtingar. Nemendur hafi fengið innsýn í samhengið á milli þyngdar hlutar, efnisnotkunar og orkunýtingar
  1. bekkur
  • Landafræði: Nemendur þjálfist í að lesa og skilja landakort og hnattlíkan, m.a. bauganetið og tímabelti. Nemendur kynnist sögu jarðar, gróðurbeltum, náttúruöflum, auðlindum, loftslagi og hafstraumum. Nemendur kynnist því hvaða áhrif framkvæmdir manna hafa á náttúruna.
  • Eðlisfræði: Nemendur þekki hugtök tengd krafti, vinnu og afli.
  • Hönnun og smíði: Nemendur leiti sér að hugmyndum úr náttúrunni, söfnum eða sýningum.
  1. bekkur
  • Eðlisfræði: Nemendur geti gert grein fyrir mismunandi gerðum orku. Nemendur kynnist straumrásum.
  • Útivist (valgrein): Nemendur fái viðfangsefni sem víkka sjóndeildarhring þeirra og stuðli að lífsfyllingu. Nemendur kynnist og prufi ýmis form af útivist s.s. fjallgöngur, hjólreiðar, skíði, siglingar o.fl.
  1. bekkur
  • Efnafræði: Nemendur þekki uppbyggingu nokkurra efnasambanda.
  • Samfélagsfræði: Nemendur hugleiði hvaða kosti og galla búseta á Íslandi hefur í för með sér með tilliti til margra þátta í náttúru og menningu.

Auk þessa sem hér hefur verið greint frá hefur skólinn haft þá stefnu frá upphafi að fletta umhverfismál við útivistar- og forvarnarkennslu. Til dæmis má nefna að á haustin fara nemendur á unglingastigi í 2ja daga göngu- og útivistarferðir, þar sem gengið er um fornar og merktar gönguleiðir. Á hverju vori eru íþrótta- og útivistardagar hjá öllum árgöngum þar sem nemendur eru við útinám í 2 – 3 daga og eru vettvangsferðir um náttúruna og út í sveitir landsins stór þáttur í því námi. 7. bekkur fer árlega í skólabúðir að Reykjum þar sem mikil og markviss útikennsla fer fram. 5. bekkur gróðursetur trjáplöntur í Guðmundarlundi á hverju vori. Að lokum má nefna að 9. bekkur fór í vetur í 5 daga námsferð á Lauga í Sælingsdal þar sem fram fór útikennsla og fræðsla um forvarnir.

  1. Að upplýsa og fá aðra með
    Skóli með umhverfisstefnu hefur áhrif út á við, á sveitarstjórnir, fyrirtæki og samfélag í samræmi við Staðardagskrá 21. Síðastliðna tvo vetur höfum við minnt á okkar starf og markmið okkar í umhverfismálum í öllum fréttabréfum skólans, sem farið hafa inn á öll heimili í hverfinu. Þar erum við með ,,grænt horn” þar sem tekin eru fyrir ýmis mál er varða umhverfisvernd og umhverfismennt. Einnig minnum við á okkar starf á kennarafundum og með tölvupósti til starfsmanna skólans. Þá eru fundargerðir umhverfisnefndarinnar (fylgiskjöl 5 – 11) sendar til allra starfsmanna skólans til þess að sem flestir viti hvað er í gangi hverju sinni. Kennarar hafa einnig verið nokkuð duglegir að minna foreldra á umhverfismálin í vikulegum skilaboðum sem fara heim með heimanámi nemenda. Á það sérstaklega við um fernunotkunina. Við höfum einnig tekið á móti fulltrúum umhverfisnefnda og umhverfisnefndum frá Álftanesskóla og Lágafellsskóla og kynnt fyrir þeim okkar starf.

 

  1. Umhverfissáttmáli
    Skólanum er settur umhverfissáttmáli sem lýsir í stuttu máli markmiðum skólans og nemenda. Í framhaldi af vinnu okkar í orku- og vatnsþemanu höfum við endurbætt umhverfissáttmálann okkar. Í honum koma fram markmið skólans í umhverfismálum og þær vinnureglur sem við höfum sett okkur varðandi umhverfismál skólans.

Umhverfissáttmáli Lindaskóla

Lindaskóli er umhverfisvænn skóli sem stefnir ætíð að því að sýna umhverfinu fyllstu nærgætni og virðingu. Markmið Lindaskóla í umhverfismennt er að fræða nemendur um umhverfið og náttúruna og að kenna nemendum að skilja almenn náttúrulögmál. Í öllum árgöngum er markvisst unnið að því að fræða nemendur um þeirra nánasta umhverfi og um jörðina sem heild, mikilvægi vatns fyrir allt líf á jörðinni, tengsl manns og náttúru og um orkumál. Umhverfismennt er þverfagleg námsgrein sem fléttast m.a. saman við náttúrufræði, lífsleikni, samfélagsfræði og heimilisfræði, auk þess sem hún tengist íslensku, og stærðfræði með margvíslegum hætti. Í öllum árgöngum er auk þess farið í vettvangsferðir þar sem umhverfismennt fléttast inn í leik og starf.

Auk þess að leggja áherslu á umhverfismennt hefur Lindaskóli sett sér eftirfarandi vinnureglur varðandi endurvinnslu, flokkun, innkaup, vatns- og orkumál.

q       Í Lindaskóla eru ekki seldir drykkir í einnota umbúðum.

q       Í Lindaskóla er forðast að nota einnota umbúðir eins og kostur er.

q       Í Lindaskóla eru endurvinnslugámar fyrir pappír í vinnurými kennara og í öllum kennslustofum.

q       Í Lindaskóla er rafhlöðum og kertabútum skilað til endurvinnslu.

q       Í Lindaskóla er allt timbur sem fellur til sent til endurvinnslu.

q       Slökkt er á tækjum og tölvum yfir nótt og í fríum.

q       Þegar dagsbirtu nýtur við eru ljós slökkt og gluggatjöld dregin frá. Ljós eru slökkt þegar rými eru ekki í notkun.

q       Gluggatjöld eru dregin fyrir og hiti á ofnum lækkaður á nóttunni.

q       Ofnar eru stilltir eftir hitanum úti.

q       Nemendur og starfsfólk nýta sér eiginleika salerna með sparnaðarhnappi.

 

Það er von okkar að þessi samantekt gagnist ykkur og hlökkum við til að fá ykkur í heimsókn sem allra fyrst.

 Kópavogur 1. apríl 2005

 Ásta Eir Árnadóttir                                 Berglind Gunnarsdóttir
Mímir Hafliðason                                    Katrín Dögg Óðinsdóttir
Sindri Snær Skarphéðinsson                  Guðbjörg Jóhannsdóttir
Sigurgeir Ingi Þorkelsson                       Sölvi Logason
Ari Steinn Skarphéðinsson                     Auður Elísabet Baldursdóttir
Markús Andri Sigurðsson                       Fríða Rún Einarsdóttir
Áróra Björk Pétursdóttir                          Sandra Ýr Jóhannsdóttir
Þorvaldur Daníelsson                             Nanna Hlín Skúladóttir
María Málfríður Guðnadóttir                     Arnar Bjarnason
Erla Sigurbjartsdóttir                              María Ásmundsdóttir
Anna Halldórsdóttir                                Eyrún Magnúsdóttir
Jóhannes Ævar Hilmarsson                   Valgerður Aðalsteinsdóttir
Sigfríður Sigurðardóttir

Vinnureglur Lindaskóla varðandi flokkun og frágang á sorpi 

Sorp Hvar Losun
Hvít blöð sem má endurnýta Bakki hjá ljóritunarvélinni Húsvörður losar eftir þörfum
Pappírsafklippur og renningar Bakki hjá ljóritunarvélinni Húsvörður losar eftir þörfum
Hvít blöð, skrifstofupappír Blár kassi í hverri kennslustofu og merkt tunna í vinnuherbergi kennara. Kennarar losa í gám í anddyri í miðrými. Húsvörður losar gáminn.
Lituð blöð og allur annar pappír Grænn kassi í hverri stofu og merkt tunna í vinnuherbergi kennara. Kennarar losa í gám í anddyri í miðrými. Húsvörður losar gáminn.
Rafhlöður Merktur kassi í vinnuherbergi kennara. Húsvörður losar eftir þörfum
Kerti Merktur kassi í vinnuherbergi kennara. Húsvörður losar eftir þörfum
Timbur Gámur á gámasvæði skólalóðar Húsvörður setur í gáminn
Gler Kassi í mötuneyti nemenda Húsvörður kemur til Sorpu
Pappi Skilað til húsvarðar Húsvörður kemur til Sorpu

Frekari upplýsingar um Grænfánann má finna á www.eco-schools.org

Fleiri skólar  sem standa að Grænfánanum:
(þeir sem eru feitletraðir hafa þegar hlotið viðurkenninguna)
Andakílsskóli

Engidalsskóli og leikskólinn  Norðurberg í Hafnarfirði 
Fossvogsskóli 
Gnúpverjaskóli

Grunnskóli Mýrdalshrepps
Grunnskólinn á Laugarvatni
Grunnskólinn í Borgarnesi
Hallormsstaðaskóli
Kirkjubæjarskóli á Síðu 
Langholtsskóli
Lágafellsskóli í Mosfellsbæ
Lýsuhólsskóli
Salaskóli í Kópavogi 
Selásskóli  
Seljaskóli
Snælandsskóli í Kópavogi 
Þykkvabæjarskóli

Stofnanir sem vinna að umhverfismálum:

Foundation for Environmental Education
Landvernd
Staðardagskrá 21
Vefur um náttúruvísindi