Kópurinn, viðurkenningar menntaráðs Kópavogs.
Menntaráð Kópavogs auglýsir hér með eftir tilnefningum til viðurkenninga fyrir framúrskarandi skóla- og frístundastarf í grunnskólum Kópavogs.
Viðurkenningar verða veittar fyrir 3 – 5 verkefni sem stuðla að nýbreytni og framþróun. Með því er átt við nýjungar í skóla- og frístundastarfi eða þróunarverkefni sem fela í sér umbætur eða leiða til framfara. Auk þess er æskilegt að verkefnið sýni:
- að það hefur verið unnið af frumkvæði, fagmennsku og ábyrgð
- að það hafi leitt til umbóta og/eða framfara
- að það feli í sér hvatningu til eftirbreytni
Skannið QR kóðan eða notið linkinn hér til þess að fá upp eyðublað til tilnefninga. Skilafrestur er til 23. apríl 2023.