Mikil spenna var í vikunni fyrir 100 – daga hátíðinni okkar í 1.bekk. Á föstudaginn sl. voru 100 dagar liðnir frá því að við byrjuðum í Lindaskóla og af því tilefni héldum við hátíð. Við fögnuðum deginum með því að búa til kórónur með tölunni 100.
Hver og einn taldi allskyns góðgæti í poka– 10 stykki af hverri tegund, samtals 100 stykki. Börnin höfðu skreytt fallega sinn poka. Við bjuggum til 100 hjörtu sem við límdum á ganginn okkar. Við gerðum verkefni þar sem unnið var með tugi. Einnig gerðum við æfingar þar sem hverja æfingu þurfti að gera 10 sinnum og ná upp í 100.
Við gengum um skólann og sungum 100 dagar jibbí jei. Í lokin fengu allir að borða úr sínum poka og fengu viðurkenningarskjal. Frábær dagur með glöðum og duglegum börnum.