Skólakeppni Stóru upplestrarkeppninnar fór fram hér í skólanum fimmtudaginn 29. febrúar. Þar kepptu 12 nemendur sem valdir höfðu verið inni í bekk. Lesararnir stóðu sig vel og var frammistaða þeirra mjög jöfn þetta árið og valið erfitt fyrir dómara keppninnar.
Lesarar voru þau Arnar Freyr, Benedikt Nói, Dagur Orri, Emil Máni, Eva María, Inga Hrönn, Lea Björk, Máney Marín, Máni Bergmann, Nökkvi Hólm, Sigurður Páll og Ylfa Margrét. Í keppninni lásu þau kafla úr bókinni „Blokkin á heimsenda“ eftir Arndísi Þórarinsdóttur og Huldu Sigrúnu Bjarnadóttur, ljóð eftir Aðalstein Ásberg Sigurðsson og eitt ljóð að eigin vali. Það voru Eva María Ríkharðsdóttir og Sigurður Páll Guðnýjarson sem voru valin sem fulltrúar skólans og Arnar Freyr Orrason er varamaður þeirra.
Umsjónarmaður keppninnar hér í skólanum er Solveig H Gísladóttir safnstjóri skólasafnsins, sem einnig sá um undirbúning keppenda. Einnig koma kennarar 7.bekkjar að undirbúningi, Sara Helgadóttir og Stella María Ármann, auk deildarstjóra miðstigs, Ingu Birnu Eiríksdóttur. Dómarar voru Guðrún G. Halldórsdóttir, Margrét Ármann og Nanna Þóra Jónsdóttir.
Lokakeppnin í Kópavogi verður haldin í Salnum miðvikudaginn 13. mars klukkan 14:30.