Skólaþing Lindaskóla

Þann 5. mars s.l. var haldið Skólaþing Lindaskóla í fyrsta sinn. Allir árgangar áttu 4 fulltrúa á þinginu sem höfðu verið kosnir af samnemendum. Á þinginu var skipst á skoðunum um þær 18 tillögur til úrbóta, sem bekkirnir höfðu áður komist að samkomulagi um og að loknum umræðum kusu fulltrúar hvaða 2 tillögur þeim leist best á. Niðurstaðan var sú að þessar tillögur fengu brautargengi: Frítt í strætó fyrir 18 ára og yngri og Tölvur í stað spjaldtölva.
Þessar tillögur verða síðan lagðar fyrir Barnaþing Kópavogs, sem haldið verður þann 20. mars fyrir alla skóla í Kópavogi. Krakkarnir stóðu sig ljómandi vel og voru sjálfum sér og skólanum til mikils sóma. Gaman að sjá hvað eldri krakkarnir voru hvetjandi fyrir yngri krakkana til að tjá skoðanir sínar og allir tóku virkan þátt í umræðunum. Þetta er komið til að vera!

Posted in Fréttaflokkur.