Ljóðstafur Jóns úr Vör

Ljóðstafur Jóns úr Vör var veittur við hátíðlega athöfn í Salnum í Kópavogi sunnudaginn 21. janúar síðastliðinn.

Við sama tilefni voru veitt verðlaun í Ljóðasamkeppni grunnskóla Kópavogs og var dómnefnd sú sama. Þar hlaut fyrstu verðlaun Alexander Aron Jörgensson í 10. bekk í Lindaskóla fyrir ljóðið Appelsínur en hann hlaut einnig fyrstu verðlaun í sömu keppni fyrir ári síðan. Sigurlín Viðarsdóttir nemandi í 10.bekk hlaut þriðju verðlaun fyrir ljóð sitt Mjöll, Fönn og Drífa. 

Sérstakar viðurkenningar hlutu þau

Angelo Mikael Korale Arachchige, 9. bekk í Lindaskóla fyrir ljóðið Batmann

Elsa Hlín Sigurðardóttir, 9. bekk í Lindaskóla fyrir ljóðið Sumarið

Ríkharður Óli Brynjarsson, 10. bekk í Lindaskóla fyrir ljóðið Að vera ég

Alexander Aron Jörgensson fyrir ljóðið Í öðrum heimi.

Posted in Fréttaflokkur.