Vinadagurinn

Síðastliðinn miðvikudag var „Baráttudagur gegn einelti“ eða Vinadagurinn eins og við köllum hann hér í Lindaskóla.  Stigin unnu saman að ýmsum verkefnum.  Yngsta stigið fór snemma morguns í vasaljósagöngu og tók hluti 10. bekkinga þátt í göngunni með þeim.  Þeir 10. bekkingar sem fóru ekki í gönguna fóru í heimsókn á leikskólana Núp og Dal og léku þar við leikskólabörnin.  Miðstigið fléttaðist allt saman í félagsvist og unglingastigið okkar fór í hinar ýmsu smiðjur saman s.s. myndbandagerð út frá  gildunum okkar Vinátta – Virðing – Viska og Friends þema.

Posted in Fréttaflokkur.