Íslandsmót barnaskólasveita 2023 fór fram í Rimaskóla laugardaginn 22. apríl. Tefldar voru 8 umferðir með tímamörkunum 10+2 og hart var barist. Á endanum kom þó í ljós að Lindaskóli hafi á besta liðinu að skipa og þeir sigldu í höfn með nokkuð öruggan sigur með 27,5 vinning, 5 vinningum á undan næstu sveit.
Okkar menn náðu með því Íslandsmeistaratitlinum, liðið skipuðu þeir Birkir Hallmundarson, Engilbert Viðar Eyþórsson, Sigurður Páll Guðnýjarson og Örvar Hólm Brynjarsson. Liðstjóri er Arnar Milutin Heiðarsson.
Þetta er virkilega góður árangur og óskum við þeim öllum innilega til hamingju með sigurinn og færum þeim þakkir fyrir að standa sig svona vel í nafni Lindaskóla.