Klara vann söngkeppni Félkó

Klara Blöndal úr félagsmiðstöðinni Jemen í Lindaskóla vann söngkeppni Félkó, félagsmiðstöðva í Kópavogi, með frábærum flutningi á laginu Hopelessly Devoted to You úr Grease. Söngkeppnin fór fram í troðfullum Salnum og geggjaðri stemningu. Klara verður því fulltrúi félagsmiðsöðva Kópavogs í Söngkeppni Samfés 2023. Við óskum Klöru innilega til hamingju og hlökkum til að sjá hana halda áfram að blómstra á söngsviðinu.

Posted in Fréttaflokkur.