Eldvarnarátak í 3. GT

Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna efnir árlega til Eldvarnaátaks fyrir jól og áramót. Þá heimsækja slökkviliðsmenn nemendur 3. bekkjar í grunnskólum, veita þeim fræðslu um eldvarnir og gefa þeim kost á að taka þátt í Eldvarnagetraun. Föstudaginn 25. nóvember fengu nemendur í 3. GT heimsókn og auk fræðslu skoðuðu þeir bæði sjúkrabíl og slökkviliðsbíl.

Hver nemandi fékk myndskreytta sögu um slökkviálfana Loga og Glóð. Sagan er skrifuð fyrir átta ára börn og gerir þeim kleift að leysa Eldvarnagetraun sem fylgir aftast í bókinni. Hver bekkjardeild fær einnig veggspjald sem við vonumst til að fari á vegg í skólastofunni til minningar um heimsóknina og áminningar um mikilvægi eldvarna.

Við þökkum slökkviliðsmönnum kærlega fyrir komuna og gerum ráð fyrir að 3. bekkingar séu búnir að fræða alla á sínum heimilum og fara yfir alla reykskynjara.

Posted in Fréttaflokkur.