Upplestur úr nýjum bókum.

Mánudaginn 14. nóvember kom Bjarni Fritzsson og las upp úr nýjustu bókunum sínum við góðar undirtektir nemenda í 2. – 7. bekk. Krakkarnir þekkja bækurnar hans um Orra óstöðvandi og fannst ekki dónalegt að höfundurinn væri mættur að lesa fyrir þau.  Ekki mátti milli sjá hvort áheyrendur eða upplesari skemmtu sér betur. Einhverjir nældu sér líka í áritun á bækur sem var auðsótt mál. 

Posted in Fréttaflokkur.