Útskrift

Útskrift 10. bekkjar var haldin hátíðleg fimmtudaginn 2. júní í matsal skólans.  Salurinn var í hátíðarbúningi enda var því fagnað að foreldrar gátu loksins komið og verið við útskrift barna sinna eftir tveggja ára takmarkanir. Nemendur og foreldrar mættu spariklæddir á útskriftina sem og kennarar skólans.  Athöfnin hófst á ávarpi skólastjóra, Guðrúnar G. Halldórsdóttur og í kjölfarið kom að stóru stundinni þar sem Margrét Ármann aðstoðarskólastjóri, afhenti einkunnir sem og viðurkenningar fyrir að hafa staðið sig vel í námsgreininni en ekki síður sýnt vinnusemi, metnað, ábyrgð í námi, áhuga og forvitni fyrir greininni. Að okkar mati hafa þeir nemendur hafa haft gildin okkar að leiðarljósi  Vinátta – virðing – viska.

Skemmtiatriði komu frá einum útskriftarnemanum, Þórunni Erlu Erlendsdóttur sem spilaði og söng á gítar „We will meet again“ sem var einstaklega vel valið lag og texti við þessar aðstæður þar sem nemendur fara út í lífið eftir að hafa verið meira og minna saman í 10 ár. Fulltrúi foreldra, Hildur Kristjánsdóttir, flutti einnig ávarp til nemenda. Að lokum gæddu allir sér á girnilegu hlaðborði sem foreldrar útskriftarnema sáu um. Starfsfólk Lindaskóla óskar útskriftarnemum til hamingju með daginn og óskar þeim velfarnaðar í framtíðinni.

Hér má sjá myndir frá kvöldinu.

Posted in Fréttaflokkur.