Skólaslitin

Skólaslit Lindaskóla voru haldin föstudaginn 3. júní.  Nemendur í 1. – 9. bekk mættu um  hádegisbil inn í bekkjarstofur og kvöddu kennarana sína áður en þeir héldu niður í íþróttasal skólans þar sem sjálf slitin áttu sér stað. Þar voru mættir foreldrar sem hafa ekki mátt mæta á skólaslit í tvö ár.  Dagskráin hófst á því að Guðrún G. Halldórsdóttir, skólastjóri, flutti ávarp. Stúlkur úr 7. bekk spiluðu tvö lög en þær heita: Arna Maren Snorradóttir á flautu, Brynja Mjöll Gautadóttir á klarínett, Kristjana Lillý Pétursdóttir á flautu og Vala Kristín Georgsdóttir á klarínett.  María Málfríður Guðnadóttir, íþróttakennari tók síðan við og fór yfir glæstan árangur nemenda í íþróttum í vetur, s.s. í Skólahreysti, fótboltamóti 7. bekkjar og hinum ýmsu keppnum sem nemendur Lindaskóla hafa náð stórkostlegum árangri í fyrir hönd skólans bæði á bæjarvísu og landsvísu.  Einnig afhenti María fulltrúa ADHD samtakana peningagjöf sem safnaðist í áheitahlaupi nemenda í vor.  Áður en skólanum var slitið sungu allir viðstaddir af krafti lagið Lífið er yndislegt við undirleik Ívars Sigurbergssonar tónmenntakennara. Að lokum skólaslitum tók vorhátíð foreldrafélagsins  við en hún hefur ekki verið haldin tvö síðustu ár. Vorhátíðin tókst gríðarlega vel enda var vel að henni staðið.  Eins og hefð er fyrir hófst fjáröflun verðandi 10. bekkinga á vorhátíðinni með sölu á ýmsu góðgæti. Sérlega ánægjulegur dagur í alla staði þar sem nemendur, starfsmenn og foreldrar áttu langþráða stund saman.

 

Posted in Fréttaflokkur.