4. HS tíndi upp rusl á skólalóðinni og skorar á fleiri árganga að tína rusl af lóðinni.

Í dag fórum við í 4.HS út að tína rusl á skólalóðinni til að hjálpa náttúrunni að vera hrein og falleg.

Við fundum mikið af sælgætisbréfum, ónýtum fötum, rusli eftir flugelda, matarleifar og margt fleira.

Afrakstur okkar í 4.HS voru tveir svartir ruslapokar. Við hvetjum alla til að ganga snyrtilega um umhverfið sitt og ekki henda rusli út um allt heldur viljum við benda öllum á að nota ruslatunnur í stað þess að sóða út náttúruna svo að dýrin okkar verði heilbrigð og hraust.

Við skorum á aðra árganga að fara út og tína rusl á og við skólalóðina okkar.

Posted in Fréttaflokkur.