FORVARNARDAGURINN 2021

Nemendur í 9.bekk tók þátt í Forvarnardeginum í dag. Forvarnardagurinn er haldinn í flestum grunn- og framhaldsskólum landsins og er nú haldinn í 16. sinn. Forvarnardagurinn er haldinn á hverju hausti og er dagskráin hugsuð fyrir nemendur í 9. bekk grunnskóla og á fyrsta ári í framhaldsskóla.

Að Forvarnardeginum standa embætti forseta Íslands, Reykjavíkurborg, Íþrótta- og ólympíusamband Íslands, Skátarnir, Ungmennafélag Íslands, Rannsóknir og greining, Samband íslenskra sveitarfélaga, Samstarf félagasamtaka í forvörnum, Samfés og Heimili og skóli, auk embættis landlæknis sem fer með verkefnastjórn Forvarnardagsins.

Á Forvarnardeginum ræða nemendur um verndandi þætti gegn áhættuhegðun. Áhersla er lögð á samveru með fjölskyldu, þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi og að leyfa heilanum að þroskast. Þau vinna í hópavinnu og skrá hugmyndir sínar; síðan er svörum safnað saman til að finna samnefnara í þeirra svörum. Þá geta nemendur tekið þátt í leik á vefsíðu Forvarnardagsins www.forvarnardagur.is þar sem möguleiki er á þátttökuverðlaunum. Verðlaunin verða afhent af forseta Íslands við hátíðlega athöfn á Bessastöðum síðar á árinu. Á vefnum er einnig hægt að finna ýmis konar fræðslu og upplýsingar sem foreldrar eru hvattir til að kynna sér.

Þema Forvarnardagsins þetta árið verður andleg líðan ungmenna. Áhersla er lögð á mikilvægi þess að auka seiglu til að takast á við áskoranir í þeirra lífi, eins og of lítinn svefn, orkudrykki og nikótínvörur.

Við hvetjum foreldra til að kynna sér upplýsingar og efni um Forvarnardaginn og taka umræðuna einnig inn á heimilið. Foreldrar gegna mikilvægu hlutverki í að styðja við verndandi þætti, sem eru samvera með fjölskyldu, þátttaka í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi, leyfa heilanum að þroskast auk leiðandi uppeldishátta.

Hér er hægt að skoða fræðsluefni sem nemendur fóru í gegnum í tengslum við forvarnardaginn…

Posted in Fréttaflokkur.