Gott gengi á Íslandsmóti barnaskólasveita!

Um helgina fór fram Íslandsmót grunnskólasveita (1.-10.bekkur) og Íslandsmót barnaskólasveita (1.-7.bekkur) í skák.

Lindaskóli sendi eitt lið til leiks á Íslandsmót grunnskólasveita og lenti í 5.sæti eftir æsispennandi lokaumferð á móti Landakotsskóla en þurfti Lindaskóli 3-1 sigur til að tryggja sér aukakeppni um sigurinn á mótinu. Það fór hins vegar að Landakotsskóli vann sannfærandi sigur, 3-1. Lið Lindaskóla á enn 6 ár eftir á mótinu, en A-lið skólans er skipað nemendum í 3. og 4. bekk!

Á Íslandsmóti barnaskólasveita (1.-7.bekkur) lenti Lindaskóli í 3. sæti og B-lið skólans hlaut verðlaun fyrir efsta b-liðið í keppninni.
Hér eru myndir frá skákmótinu…

Posted in Fréttaflokkur.