Jólakveðja Lindaskóla 2020

Kæru nemendur og foreldrar/forráðamenn.

Við óskum ykkur gleðilegrar jólahátíðar og farsæls komandi árs. Við tökum vel á móti nýju ári eftir krefjandi ár sem senn er á enda.

Þar sem þið hafið ekki fengið að koma inn í skólann í marga mánuði sendum við ykkur rafræna kveðju úr skólanum. Við höfum haft það ótrúlega gott hér þrátt fyrir takmarkanir í skólastarfinu og höfum tekið þeim með jákvæðni og gleði.

Við vonum að þið hafið það sem allra best í jólaleyfinu.

Skólastarf hefst þriðjudaginn 5. janúar 2021 samkvæmt reglum sem þá verða í gildi.

Jólakveðjur,

Stjórnendur og starfsfólk Lindaskóla

Posted in Fréttaflokkur.