Verkfall Elingar leystist rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi og því hefst að nýju hefðbundið skólastarf í dag, mánudaginn 11. maí, samkvæmt stundaskrá.
Foreldrar þurfa að nesta börnin sín í hádeginu því ekki verður hægt að elda mat í eldhúsinu vegna þrengsla. Enn er í gildi 2 metra fjarlægð á milli fullorðinna sem hefur áhrif á mötuneyti nemenda og kaffistofur starfsmanna.
Nemendum í 1.-7. bekk gefst kostur á því að vera í ávaxtahressingu að morgninum eins og áður.
Nemendur í 8.-10. bekk geta keypt hafragraut og bakkelsi frímínútunum kl. 10:20-10:40 eins og áður.
Allir nemendur borða hádegismat (nesti að heiman) í mötuneytinu og þar hafa þeir aðgang að örbylgjuofnum og samlokugrillum. Athugið að nemendur hafa ekki aðgang að kæliskápum
Starfsemi Demantabæjar verður einnig með hefðbundnum hætti. Þar verður boðið upp á hressingu.