Ár hvert er einn dagur tileinkaður íslenskri tungu. Fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar, 16. nóvember, var valinn til minningar um framlag hans til íslenskunnar. Þar sem 16. nóvember ber upp á laugardag verðum við með dagskrá fimmtudaginn 14. nóvember. Við fáum til okkar góðan gest sem ætlar að ræða við nemendur um textagerð og fleira tengt íslenskunni. Hann heitir Kristinn Óli Haraldsson betur þekkur sem Króli.