Viðbrögð við ófullnægjandi skólasókn

Kópavogsbær er með sameiginleg viðmið varðandi viðbrögð við ófullnægjandi skólasókn fyrir alla nemendur í grunnskólum Kópavogs. Markmiðið með þessum sameigninlegu viðmiðum er að samræma vinnubrögð þeirra sem koma að málefnum barna í Kópavogi með hag nemenda að leiðarljósi.

Það er mjög mikilvægt að allir í skólasamfélaginu séu meðvitaðir um þær reglur sem gilda um ástundun nemenda og þá vinnuferla sem unnið er eftir.  Á heimsíðu skólans má finna undir flipanum Foreldrar, skjal sem heitir Viðbrög við ófullnægjandi skólasókn. Einnig má finna það á heimasíðu Kópavogsbæjar, Íbúar > Grunnskólar. Sjá hér.

Posted in Fréttaflokkur.