Skólamáltíðir

🥦 Hollusta í hávegum höfð!

Við vitum að hollt fæði og heilbrigt líferni leggja grunn að góðum árangri í námi – og við leggjum okkar af mörkum til að styðja við það!

🍎 Morgunhressing fyrir alla!
Nemendur í 1.–10. bekk geta keypt áskrift að næringarríkri og góðri morgunhressingu sem gefur orku inn í daginn.

🍽️ Hádegismatur fyrir alla nemendur
Heitur matur er í boði í hádeginu – og geta allir nemendur skólans nýtt sér það en þó er nauðsynlegt að skrá nemendur.

🥪Sjoppa fyrir unglingastig 
Nemendur í 8.–10. bekk hafa einnig möguleika á að kaupa nesti – bæði að morgni og í hádeginu – í mötuneyti nemenda.

Hérna er hægt að skoða matseðil nemenda.