Skólastefna Lindaskóla


Lindaskóli starfar eftir lögum um grunnskóla nr. 91/2008. Kennsla fer fram samkvæmt
Aðalnámskrá grunnskóla og skólastefnu Kópavogsbæjar. Lindaskóli hefur sett sér gildi,
leiðarljós, uppeldis- og kennslufræðilega stefnu sem sett er fram í almennri skólanámskrá, og
bekkjarnámskrá.

Gildi Lindaskóla eru vinátta, virðing, viska og eiga þau að vera rauði þráðurinn í öllu starfi
skólans.

Í Lindaskóla er nemandinn í forgrunni í öllu skólastarfi. Leitast er við að skapa nemendum
námsumhverfi þar sem hlúð er að hverjum einstaklingi og mismunandi þörfum þeirra. Í
skólastarfinu er lögð áhersla á að allir nemendur fái nám við sitt hæfi. Lindaskóli leggur
árherslu á að ná þessu markmiði með jákvæðu viðmóti og virðingu fyrir einstaklingnum.
Lindaskóli leggur áherslu á að spjaldtölvur séu notaðar í skólastarfinu þar sem því er við
komið samkvæmt stefnu Kópavogsbæjar til þess að auka m.a fjölbreytni náms og
kennsluhátta, upplýsingaöflun, framsýni í upplýsinga- og tæknimennt og sjálfstæð
vinnubrögð.

Stefna Lindaskóla er velgengi í skólastarfi, fagleg færni og metnaður. Starfsfólk Lindaskóla
leggur mikla áherslu á að nemendum líði vel í skólanum og einnig leggja þeir áherslu á að
nemendur leggi sig fram við námið og þau markmið og gildi sem skólinn setur sér.

Lögð er áhersla á stundvísi, jákvæð samskipti og virðingu manna í milli. Unnið er markvisst
að því að fyrirbyggja einelti og samskiptavanda. Á yngri stigum er lögð áhersla á
félagsfærniþjálfun.

Lindskóli leggur áherslu á að nemendur geri sér grein fyrir gildi umhverfismenntar. Áhersla
er lögð á að nemendur verði meðvitaðir um mikilvægi samspils náttúru og umhverfis. Lögð er
áhersla á að nemendur kynnist nánasta umhverfi, læri að bera virðingu fyrir náttúrunni og
þroski með sér alþjóðavitund um umhverfismál. Í Lindaskóla er lögð áhersla á útinám á yngsta stigi. Í Lindaskóla er lögð áhersla á að nemendur taki þátt í að flokka úrgang til endurvinnslu og endurnýtingar. Lindaskóli leggur rækt við listir og menningu í skólastarfinu bæði með öflugri kennslu og einnig fær hann reglulega í heimsókn listamenn til þess að kynna list sína og fræða nemendur. Nemendur læra framsögn og taka þátt í hinum ýmsu lestrarhvetjandi verkefnum eins og Litlu- og Stóru upplestrarkeppninni og spurningakeppninni Uglunni.

Nemendur í 2. – 4. bekk eru í kór sem æfir á skólatíma og er með tónleika nokkrum sinnum yfir skólaárið.

Virk heilsuefling er eitt af einkennum skólans og hefur hann til margra ára verið í forystusveit skóla sem tekið hafa þátt í Skólahreysti.

Mikilvægt er að allir í skólasamfélaginu kappkosti í sameiningu að stuðla að og viðhalda
góðum starfsanda og jákvæðum skólabrag.

Lindaskóla leggur áherslu á mikla og góða samvinnu milli heimilis og skóla.